Skilmálar

Almennt

Seljandi er Knattspyrnufélagið Valur, kt. 670269-2569. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera fjárráða til þess að eiga viðskipti í netverslun Knattspyrnufélagsins Vals.

Pantanir

Pantanir eru staðfestar með tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist.

Verð

Verð er alltaf með 24% virðisaukaskatti. Knattspyrnufélagið Valur áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Knattspyrnufélagið Valur áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

Skilaréttur

Skilaréttur er 14 dagar frá afhendingu. Vörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og kvittun þarf að fylgja. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru áður en greiðsla fer fram. Frí heimsending ef keypt er fyrir meira en 25 þúsund, hvert á land sem er.

Afgreiðsla og afgreiðslutími

Afgreiðslutími er 3-4 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist, að því gefnu að varan sé til á lager.

Greiðslumátar

Hægt er að greiða með kreditkorti:

  1. Kreditkort – Hægt er að greiða vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt SaltPay.